Háskóli unga fólksins 2025
Í ár bjóðum við velkomin börn og unglinga fædd 2011, 2012 og 2013. Þetta eru nemendur sem nú eru að ljúka 6.–8. bekk í grunnskóla og fá nú tækifæri til að taka þátt í þessu einstaka háskólaævintýri.
Skráning opnar fimmtudaginn 22. maí kl. 15:00 og fer eingöngu fram hér á heimasíðu skólans. Gott er að hafa í huga að það fyllist fljótt.
Kennslan fer fram dagana 10.–13. júní, frá kl. 9:00 til 12:30.
Verð: 25.000 kr.
Í boði verða fjölbreytt námskeið frá öllum sviðum Háskóla Íslands. Hvort sem þú hefur áhuga á tækni, samfélagsmálum, geimnum, mannslíkamanum, umhverfismálum, tungumálum, forritun, vísindatengdum tilraunum eða einhverju allt öðru spennandi þá er eitthvað fyrir þig.
Kennslan er í höndum frábærs fræðafólks Háskóla Íslands og þau koma frá öllum fræðasviðum skólans.
Hugvísindi
Félagsvísindi
Menntavísindi
Heilbrigðisvísindi
Verkfræði, raun- og náttúruvísindi
Meira að segja þverfræðileg námskeið
Hægt verður að velja á milli 14 stundataflna. Öll námskeið og stundatöflur verða kynnt á heimasíðunni í byrjun maí.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur í sumar!
