Samskipti og einelti

Námskeið í 90 mín. 

Á námskeiðinu verður fjallað um samskipti barna og ungmenna, jafnt augliti til auglitis, sem og á netinu. Velt verður upp spurningum eins og hvað eru góð samskipti? Hvað einkennir neikvæð samskipti? Hverjar eru óskrifuðu samskiptareglurnar í samfélaginu? Hvað er samskiptavandi?

Einnig verður lögð áhersla á samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna og samskipti þeirra á samfélagsmiðlum. Á meðal þess sem fjallað verður um er starfrænt fótspor, góðar netvenjur og uppbyggileg netsamskipti.

Loks verður fjallað um mismunandi birtingarmyndir eineltis, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir einelti og hvað eigi að gera þegar upp kemur einelti í hópum.

Þema 180 mín.

Á þemadeginum verður fjallað um samskipti barna og ungmenna, jafnt augliti til auglitis, sem og á netinu. Einnig verður lögð áhersla á samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna og samskipti á samfélagsmiðlum. Þar að auki verður fjallað um mismunandi birtingarmyndir eineltis, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir einelti og hvað eigi að gera þegar upp kemur einelti í hópum.

Lögð verður sérstök áhersla á samskipti og einelti á netinu. Fjallað verður um mismunandi birtingarmyndir óæskilegra samskipta og eineltis á meðal barna og ungmenna á netinu. Fjallað verður um hvað eigi að gera þegar slíkt kemur upp og ræddar verða leiðir til þess að sporna gegn því. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á virkni þátttakenda sem snýr að því að stuðla að jákvæðum samskiptum á netinu og þátttakendur munu jafnvel þróa samskiptareglur fyrir sig, heimilið sitt eða hópinn sinn.

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
  • Þema í 180 mín
Mynd
Image