Sólskinsbros nemenda lífguðu heldur betur upp háskólasvæðið þegar nemendur Háskóla unga fólksins mættu fullir af orku og áhuga í morgunsárið.

Það er greinilegt að við höfum fengið bæði áhugasaman, hugmyndaríkan og skemmtilegan hóp í til okkar í sumar. 

Nemendur drukku í sig fróðleikinn í kennslustundum og í frímínútum nýttu margir góða veðrið og fóru út í skotbolta og stórfiskaleik á túninu við Öskju. Aðrir nýttu tímann í að taka því rólega og borða nestið sitt. 

Sem fyrr var Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Háskólans, á ferðinni og tók þessar skemmtilegu myndir.

Við þökkum kærlega fyrir daginn og sjáumst aftur hress í fyrramálið, en á morgun miðvikudag er þemadagur. Þá mæta sumir hópar á nýja staði og hafa foreldrar og forráðamenn fengið tölvupóst um það fyrirkomulag. Endilega fylgist vel með pósthólfinu. 

Allar myndir sem teknar verða í vikunni rata í þetta myndaalbúm. 

Image