Í Háskóli unga fólksins hafa fróðleiksfúsu og fjörugu krakkarnir sótt fjölmörg námskeið síðustu daga og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands.

Við skráningu völdu nemendur stundatöflu þar sem hægt var að velja milli möguleika sem bjóða námskeið af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands.

Nemendur hafa m.a. sótt námskeið í lyfjafræði, samskiptum og einelti, blaða- og fréttamennsku, mið-austurlandafræði, tölvuleikjahönnun, kínversku, kynjafræði, vindmyllusmíði og ævintýrum orðanna, íslensku, latínu og forngrísku.

Nazar Davidoff, kvikmyndagerðarmaður HÍ, hefur farið um víðan völl síðustu daga og fangað stemninguna í Háskóla unga fólksins. Sjá myndbandið hér.

Á morgun föstudaginn 16. júní er síðasti dagurinn í Háskóla unga fólksins og þá sækja nemendur tvö námskeið. Lokahátíð og grillveisla hefst svo kl. 12.40 þar sem svangir nemendur fá pylsur, bæði hefðbundnar og grænmetis, fyrir framan Háskólatorg. Útileikir verða á grasflötinni fyrir framan Aðalbyggingu og þar verður einnig hægt að spreyta sig í ofurþrautabraut og á fussball-fótboltaborði.

Image
Háskóli unga fólksins 2023