Undarheimar Þjóðminjasafnsins. Dagdraumar, drekar og pár á pappír.
Myndefni sem finnst á Þjóðminjasafninu verður innblástur fyrir myndsköpun.
Rannsóknarleiðangur um safnið, skissuteikningar. Staldrað verður við drekamyndir, kynjaskepnur og vætti.
Svo verður farið í vinnustofu þar sem myndirnar eru útfærðar. Notast verður við gæða pappír, blek og fjaðurstafi, pensla og vatnsliti.
