Gott að hafa í huga við skráningu.
Skráning fer eingöngu fram rafrænt á þessari síðu og öll eru leidd í gegnum ferlið skref fyrir skref. Athugið að margar stundatöflur fyllast á nokkrum mínútum.
- Verið tilbúin þegar opnað verður fyrir skráningu fimmtudaginn 22. maí kl. 15:00.
- Kynnið ykkur námskeið og stundatöflur fyrirfram. Hægt er að velja úr 14 stundatöflum, A - O.
- Um leið og stundatafla fyllist fellur hún út sem valmöguleiki í skráningarkerfinu og þá þarf að velja aðra í staðinn.
- Vinir geta ekki búist við því að lenda saman því margar stundatöflur fyllast strax. Átján nemendur komast að í hverja stundatöflu.
- Það borgar sig að vera skipulögð og snögg. Tæknileg tímamörk eru nauðsynleg til að tryggja virkni vefsins og því er ekki hægt að staldra of lengi við í hverju skrefi í skráningarferlinu. Verið fljót að fylla út reiti og velja í hverju skrefi.
- Skráningu er ekki lokið fyrr en þátttakandi hefur greitt og skráningarstaðfesting hefur borist í tölvupósti á uppgefið netfang.
- Hafið eftirfarandi upplýsingar tiltækar fyrir bæði nemanda og greiðanda áður en skráning hefst: kennitölur, full nöfn, netföng, heimilisföng og GSM-númer. Mikilvægt er að hafa greiðslukortið við höndina.
- Vegna mikillar aðsóknar, sem oft er umfram framboð, er því miður ekki unnt að tryggja öllum sæti. Þótt öllum leiðbeiningum sé fylgt er ekki víst að skráning takist.
- Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að breyta um stundatöflu eftir á.
Við óskum ykkur góðs gengis við skráninguna og hlökkum til að sjá ykkur!
Image
