Þjóðsögur og skrímsli

Hvað eru skrímsli? Hvernig þekkjum við þau? Eru til íslensk skrímsli? Hvernig birtast skrímsli í bíómyndum og tölvuleikjum?

Í þessu námskeiði munum við skoða skrímsli út frá ýmsum sjónarhornum. Við munum velta fyrir okkur hvað það er sem einkennir skrímsli, ræða um helstu ógnvalda og furðuverur úr íslenskum þjóðsögum og velta því fyrir okkur hvernig ný skrímsli verða til t.d. í kvikmyndum og tölvuleikjum.

Þá munu nemendur einnig útbúa sitt eigið skrímsli. Nemendur hafa val um hvernig þau framkvæma verkefnið, taka upp stutta kvikmynd, skrifa sögu eða teiknimyndasögu, búa til plaggat, skúlptúr eða setja hugmyndir niður á blað og kynna.  

 

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
Mynd
Image
Háskóli unga fólksins