Drekar og kynjaverur – skoðum og skissum

Við skoðum og skissum gripi af grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til. Athyglin beinist að drekum og kynjaverum sem m.a. má sjá í útskornum gripum á sýningunni. Nemendur fá einnig að skoða gripi sem tengjast handritagerð áður en haldið er í Eddu þar sem sýningin Heimur í orðum verður skoðuð. Í handritunum leynast einnig drekar og ýmsar furðuverur sem nemendur fá tækifæri til að nýta í eigin listsköpun. 
Að lokum setjumst við niður í skrifarastofu þar sem nemendur bregða sér í hlutverk skrifara á miðöldum. Í skrifarastofunni fullvinna nemendur verk sín og fá til þess bókfell (kálfskinn), fjaðurstaf og náttúrublek. 
Verk nemenda verða til sýnis í barna- og fjölskyldurými Þjóðminjasafnsins í kjölfarið ásamt ljósmyndum og texta um ferlið að baki gerð verkanna.

 

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Þema í 180 mín
Mynd
Image