Eðlisfræði vatnseldflauga

Eðlisfræðin fjallar um eðli, gerð og hegðun efnisheimsins – allt frá öreindum til stærstu vetrarbrauta alheimsins. Hún snýst um að lýsa náttúrufyrirbærum með stærðfræðilegum líkönum og að spá fyrir um hvað muni gerast, áður en tilraunir eru framkvæmdar.

Í þessu námskeiði vinna nemendur með einfaldan og ódýran búnað sem flestir þekkja úr daglegu lífi – eins og álpappír, gosflöskur, vatn og blöðrur – til að hanna og skjóta eigin vatnseldflaugum. Verkefnið sameinar hagnýta sköpun með vísindalegri hugsun: Hvernig hefur hlutfall vatns og lofts áhrif á flughæð eldflaugarinnar? Hvaða aðferðir má nota til að mæla flughæð flöskunnar?

Nemendur framkvæma tilraunir, safna mæligögnum og læra að túlka þau með gagnagreiningu. Námskeiðið veitir innsýn í vinnubrögð vísinda og hvetur til skapandi hugsunar.

 

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
Mynd
Image