Geituð málvísindi

Af hverju notum við orð eins og geitað, heyrðu, þúst og án djóks? Hvernig rannsökum við tungumálið með vísindalegum aðferðum?

Í þessu námskeiði ætlum við að kynnast tungumálinu eins og við tölum það í raun og veru (án djóks!). Rannsóknir á unglingamáli og hversdagslegum samtölum eru nefnilega mjög mikilvægar til að skilja eðli tungumálsins og hvað það er sem gerir mannleg samskipti svona einstök (og gervigreind ræður ekki við). Í Háskóla unga fólksins læra nemendur um rannsóknaraðferðir málvísinda, fá að grúska í upptökum og greina hlutverk og merkingu orða í talmáli.  

Við hvetjum nemendur til að skrifa hjá sér dæmi um geitað, heyrðu, þúst eða án djóks í eigin lífi fyrir tímann en það er alls ekki nauðsynlegt!

 

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
Mynd
Image