Heimsmarkmiðaratleikur: Leitað að lausnum
Hvað eru heimsmarkmiðin og af hverju voru þau sett fram af Sameinuðu þjóðunum? Hver ber ábyrgð á að tryggja réttlæti, frið og sjálfbæra framtíð – og hvaða hlutverki gegnum við sjálf? Er hægt að læra um jafnrétti, loftslagsmál og mannsæmandi líf fyrir alla í gegnum leik?
Á þessum þemadegi taka þátttakendur þátt í ratleik á háskólasvæðinu þar sem þau leysa þrautir, finna upplýsingar og safna stigum sem öll tengjast heimsmarkmiðunum. Þau vinna saman í litlum hópum og þurfa að virkja þekkingu, samvinnu og sköpunargáfu til að ná sem flestum markmiðum í leiknum.
Að ratleiknum loknum heimsækja nemendur utanríkisráðuneytið og fræðast um störf íslenskra stjórnvalda í tengslum við heimsmarkmiðin.
Titill
Hvernig námskeið
Titill
Hvernig námskeið
Texti
- Þema í 180 mín
Mynd
Image
