Fornleifafræði

Hvað er fornleifafræði og hvað gera fornleifafræðingar? Það eru fjölbreytt svör við þessari spurningu enda eru verkefni fornleifafræðinga margskonar og fornleifar af ýmsum stærðum og gerðum.

Á námskeiðinu fá nemendur að skyggnast inn í heim fornleifafræðarinnar og verður farið yfir hvernig rannsóknir eru stundaðar á Íslandi, hvernig fornleifar finnast og aldursgreiningu fornleifa. Við veltum því einnig fyrir okkur hvers vegna þetta skiptir allt máli og hvaða upplýsingar fornleifar geta gefið okkur.

Í verkefnum fá nemendur m.a. að kynnast þeim gripum sem finnast á Íslandi og handleika nokkra vel valda gripi sjálf.

Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á sögunni, vilja læra með höndunum og kynnast því hvernig fornleifafræði er stunduð í raun og veru.

 

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
Mynd
Image