Sköpun og stafræn tækni
Viltu læra að nota stafræna tækni til að búa til eitthvað nytsamlegt?
Í þessari smiðju munið þið vinna með hugmyndir ykkar: teikna og skera í vínilskera og geislaskera.
Kynntar verða þær hugmyndir sem sköpunarhreyfingin (e. Maker Movement) byggir á og spáð í hvaða þýðingu þær geta haft fyrir ykkur til framtíðar. Þið fáið kynningu á aðstöðu í sköpunar- og tæknismiðjum, og vinnið verkefni eins og tíminn leyfir.
Við hvetjum ykkur til að taka með ykkur notaða boli, taupoka, buxur eða aðrar flíkur sem við gefum nýtt líf, ef þið viljið. Það þarf að vera hitaþolið.
Smiðjan fer fram í Mixtúru sköpunar- og upplýsingatækniveri SFS í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð (gengið inn frá Stakkahlíð / Austurhlíð, hliðin sem snýr niður að Ísaksskóla). Mixtúra er í stofu K-101, Kletti.
Titill
Hvernig námskeið
- Þema í 180 mín