Alþjóðamál - Hin gleymdu stríð

Námskeið í 90 mín. 

Á hverju ári þjást milljónir manna í stríðum og átökum víðsvegar um heim. Án kastljóss fjölmiðla gleymast þessi stríð og átök. Mannúðarsamtök víða um heim reyna halda athygli samfélagsins þar sem enginn á skilið að vera gleymdur.

Námskeiðið fjallar um þessar gleymdu krísur, átök og stríð. Kastljósinu verður beint að sjúkdómum sem fá enga athygli eins og Khala Zar og Lassa vírusinn en líka skoða þær framfarir sem oft gleymist að fjalla um eins og t.d. þegar ákall almennings leiddi til ódýrari berklalyfja.

Hvernig er það að búa við stríð og átök þegar enginn í heiminum er að veita því athygli? Hvernig eiga mannúðarsamtök að vekja athygli á þessum átökum ef enginn er að horfa? Við fjöllum um þessar gleymdu krísur, hvað er að gerast og hvort það hjálpi færri að deyja ef fleiri vita?

Á námskeiðinu ættu nemendur að læra að víkka sjóndeildarhringinn og hugsa á gagnrýninn hátt um það sem er í fréttum og hvað fær athygli samfélagsins á Norðurlöndum. Nemendur ræða hvers vegna nútíma upplýsingasamfélag ákveður að ræða og kafa ofan í ákveðin málefni og ekki önnur. Nemendur fá tækifæri til að vinna verkefni til að vekja athygli á gleymdri krísu og ræða hvernig það er best.

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
Mynd
Image