Opnað verður fyrir skráningar í Háskóla unga fólksins miðvikudaginn 25. maí kl. 15.00. Skráning fer eingöngu fram rafrænt hér á heimasíðu skólans.
Skólinn stendur yfir dagana 13 - 16. júní frá kl. 9.00 - 12.15 og kostar kr. 20.000. Í ár geta þrír árgangar skráð sig, árgangar 2008, 2009 og 2010 (12-14 ára), þ.e. nemendur í 6. - 8. bekk grunnskóla.
Sem fyrr verða í boði námskeið af öllum sviðum Háskóla Íslands, í félagsvísindum, hugvísindum, menntavísindum, heilbrigðisvísindum, verkfræði, raun- og náttúruvísindum og þverfræðilegum greinum.
Hægt verður að velja á milli 16 stundataflna og verður allt vel auglýst á heimasíðu skólans sem og þau námskeið sem verða í boði.
Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar!