Réttarvísindi
Réttarvísindi notast við ýmsar raungreinar til að svara lögfræðilegum spurningum. Réttarvísindi eru oftast notuð til að rannsaka glæpi og framkalla sönnunargögn sem hægt er að nota fyrir rétti í sakamálum. Í réttarvísindanámskeiði Háskóla unga fólksins kynnast nemendur mismunandi sviðum réttarvísinda og hvernig þau nýtast í dómsmálum. Áhersla verður lögð á rannsóknir á fingraförum, DNA, efnagreiningar og vettvangsrannsóknir. Nemendur fá að skoða eigin fingraför og prufa að finna fingraför á mismunandi yfirborðum. Þar sem unnið er með fingrafaraduft er ekki mælt með að mæta í ljósum fötum.
Við biðjum nemendur að taka með einn lítinn hlut úr ruslinu að heiman í poka, við munum svo leita að fingraförum á hlutnum í tímanum. Glerílát, málmar og flöt yfirborð virka best.
Titill
Hvernig námskeið
- Námskeið í 90 mín