Kynjafræði

Hvaða máli skiptir kyn? 

Af hverju eru karlar með hærri laun en konur og kvárar? Af hverju eru karlar í meirihluta á Alþingi? Og af hverju eru næstum allir hjúkrunarfræðingar konur og flestir forstjórar karlar? Af hverju gerir samfélagið misjafnar kröfur til okkar út frá kyni? Af hverju á sumt fólk svona erfitt með að læra að nota rétt fornöfn? Hvað er átt við þegar talað er um eðli kynjanna? Hvaða máli skiptir kynhneigð fyrir líf okkar í heild? Hvað með cís fólk, kvára og trans fólk? Fáum við skilaboð um hvernig við eigum að haga okkur vera eftir því hvaða kyni við tilheyrum eða erum talin tilheyra?

Námskeiðið fjallar um hvernig kynjafræðin skoðar þessi mál og mörg önnur. Hugmyndir fólks um hvað hæfir konum, körlum og kvárum, og hvað sé kvenlegt og karlmannlegt eru mikilvægir þættir í tilveru okkar og menningu. Í námskeiðinu veltum við fyrir okkur hvaðan hugmyndir okkar um kyn koma, og hvort hægt sé að breyta þeim.

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
Mynd
Image