Hagnýtar upplýsingar

Nemendur og foreldrar/forráðamenn fá senda stundatöflu í tölvupósti við skráningu. Ekki stendur til boða að breyta stundatöflu eftir að skólinn hefst eða mæta á námskeið sem nemendur eru ekki skráðir í.

Allar hagnýtar upplýsingar varðandi skólasetningu og annað verður sent með tölvupósti þegar nær dregur.

Vinsamlegast athugið að í Háskóla unga fólksins eru teknar ljósmyndir og myndbönd til að varpa ljósi á það fjölbreytta og skemmtilega starf sem fram fer í skólanum. Myndefnið er m.a. birt á heimasíðu Háskóla Íslands https://www.hi.is, á heimasíðu Háskóla unga fólksins http://ung.hi.is auk þess sem það er í sumum tilvikum notað í kynningar Háskólans. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á netfangið: mjs@hi.is

Alla dagana sem skólinn er starfræktur er starfsfólk á þjónustuborði Háskóla unga fólksins, sem verða staðsett í Odda og Öskju. Starfsfólk er ávallt reiðubúið að veita nemendum aðstoð, ekki hika við að leita til þjónustuborðsins ef eitthvað er. Starfsmenn Háskóla unga fólksins verða líka víða á svæðinu og eru í sérmerktum bolum og til þeirra má alltaf leita. 

Boðið er upp á útileiki á túninu við Öskju í frímínútum. Vilji nemendur hafa með sér einhverja hressingu til að neyta í frímínútum kl. 10.30-11.00 er það að sjálfsögðu velkomið. Ekki er heimilt að fara með mat eða drykki inn í kennslustofur. Nemendur eru beðnir um að ganga snyrtilega um byggingar á Háskólasvæðinu.

 

Frekari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á ung@hi.is.

Hér er kort af Háskólasvæðinu.

Askja og Oddi eru gulmerkt á kortinu, sem og Háskólatorg þar sem skólasetning fer fram.