Námskeið

Í Háskóla unga fólksins er hægt að velja á milli 14 fjölbreyttra stundataflna með sex námskeiðum og einum þemadegi hver.  

Í boði eru námskeið af öllum sviðum Háskóla Íslands, í félagsvísindum, hugvísindum, menntavísindum, heilbrigðisvísindum, verkfræði, raun- og náttúruvísindum og þverfræðilegum greinum. 

Skólinn stendur næst yfir dagana 10. - 13. júní 2025 og þá geta þrír árgangar skráð sig, árgangar 2011, 2012 og 2013 (12-14 ára), þ.e. nemendur í 6. - 8. bekk grunnskóla. Gjaldið er kr. 25.000.

Nemendur taka tvö námskeið á dag, fyrra kl. 9.00-10.30 og seinna kl.11.00-12.30.  Hálftíma frímínútur eru kl. 10.30-11.00. Fimmtudaginn 12. júní er þema og þá eru nemendur í sama faginu frá kl. 9.00-12.30. 

Fræðimenn og framhaldsnemar við Háskólann hafa umsjón með flestum námskeiðunum.  Opnað verður fyrir skráningar  22. maí 2025 kl. 15:00.